skilareglur vefverslunar

bestseller.is

Kæri viðskiptavinur.

Ef varan uppfyllir ekki þarfir þínar eða kröfur hefur þú rétt á því að skila henni innan 14 daga frá dagsetningu póstsendingar. Ef varan uppfyllir kröfur um skil mun hún vera endurgreidd að fullu.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.

Ef þú óskar eftir að skipta í aðra stærð mun BESTSELLER senda þér nýja stærð á þinn kostnað. Ef varan reynist gölluð endurgreiðir BESTSELLER hana að fullu ef hún reynist uppseld.

Ekki er heimilt að skila né skipta eftirfarandi vörum

* Nærfötum
 * Sundfötum
    * Sokkabuxum
   * Útsöluvörum

Ekki er hægt að skila vörum sem hafa verið styttar eða sniðnar sérstaklega fyrir kaupanda.

Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að vara sé óskemmd. Umbúðir þurfa að fylgja með óskemmdar sé um slíkt að ræða.

Ef vara er skemmd, óhrein eða ekki í upprunalegu ástandi tekur BESTSELLER ekki við henni og verður hún send aftur til baka á kostnað kaupanda.

Ekki er hægt að skila í vefverslun vörum sem keyptar eru í öðrum verslunum BESTSELLER en vefverslunni sjálfri. 

 Þessar skilareglur eiga einungis við vefverslun Bestseller en ekki verslanir Bestseller í Kringlunni og Smáralind.